6 fundur ársins.
6. fundur ársins eða sá 2.678 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 3 september.
6. fundur ársins eða sá 2.678 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 3 september.
Varaforseti Þormóður Sigurðsson setti fund og stýrði í fjarveru forseta.
Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.
Magnús kynnti hugsanlega dagskrá sem stjórn Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar hafði sett saman til kynningar á stjórnarfundi fyrr um daginn.
Valdimar las upp fréttabréf vikuna 30 júlí.
Þormóður las upp fréttabréf vikuna 6 ágúst
Þorsteinn las upp fréttabréf vikuna 13 ágúst
Ásgeir las upp fréttabréf vikuna 27 ágúst
Fréttabréf vikuna 3 september las Ave Tonison
Næsta fréttabréf á Ásgrímur Pálsson.
Dagskrá fundarins var í höndum Klúbbnefndar. Erindið fundarins flutti Valdimar Steingrímsson. Erindið fjallaði um Hoover stífluna og byggingu hennar sem hófst 1931. Í erindinu sagði Valdimar frá fólki, sem starfaði við byggingu hennar, aðbúnaði og störfum. Valdimar fór yfir ýmsar magntölu, gröft, steypu magn og margt annað skemmtileg í sögu þessu risa verkefni.
Kvæði kvöldsins las Þormóður Sigurðsson úr bókinni Koppalogni í hvirfilbyl, kvæði hét Þórarinn Vigfússon, skipstjóri á Hagbarði.
Orðið gefið laust í fundarlok, rætt var um helgina 11 – 13 september.
Farið yfir möguleika á dagskrá í tengslum við heimsókn Rótarýklúbbs Ísfjarðar. Rótarýfélagar hölluðust að dagskrá sem myndi sína sem mest af firðinum fagra. Rætt var um heimsókn umdæmisstjóra Sveins H Skúlasonar sem væntanlegur er um þessa helgi.
Næsti fundur verður á Höllinni 12 september og er hátíðarfundur, fundurinn verður í höndum Klúbbnefndar.
Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 20.30
Magnús G Ólafsson.