5 fundur ársins
5. fundur ársins eða sá 2.677 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 27. ágúst.
5. fundur ársins eða sá 2.677 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 27. ágúst.
Forseti Ásgeir Logi setti fund og stýrði.
Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.
Fundurinn var frjáls fundur og Ásgeir gaf orðið laust Óskar tók til máls og sagði gamansögu af Mikael og sér sjálfum. Pétur hét maður sem svaf fast og hraut hátt. En þeir félagar hlóðu ísdrönglum á Pétur í rúminu og stungu síðan af. Pétur vaknaði síðan með harmkvælum þegar ísinn fór að þiðna á honum. Óskar sagði að Mikael hafi verið mikill prakkari og dundaði sér við að raða nálum og títuprjónum í rúmdýnur hjá fólki.
Ásgeir tók til máls og las úr fyrsta mánaðarbréfi nýs umdæmisstjóra Sveini H Skúlasyni. Ásgeir ræddi heimsókn Rótarýklúbbs Ísafjarðar 12. september. Ólafsfirðingurinn Viðar Konráðsson er í forsvari fyrir hópinn. Ásgeir ræddi um heimsókn umdæmisstjóra Sveins H Skúlasonar og hvort heimsókn hans gæti fallið að heimsókn Ísfirðinganna. Ásgeir fór yfir gistimál og hvort klúbbfélagar væru til í að hýsa gestina. Klúbbfélagar ræddu um hvað við gætum hugsanlega boðið gestum okkar til dægrastyttingar þessa heimsóknar helgi.
Stjórn klúbbsins verður með stjórnarfund næstkomandi þriðjudag 1. september kl. 18.00 ásamt skemmtinefnd.
Klúbbnefnd verður með fundinn og er Sigurpáll Gunnarsson formaður.
Fréttabréf 30 júlí til 27 ágúst verða geymd til næsta fundar. Þau fréttabréf sem verða lesin á næsta fundi.
Fréttabréf vikunnar 30 júlí ritaði Valdimar Steingrímsson.
Fréttabréf vikunnar 06 ágúst ritaði Þormóður Sigurðsson.
Fréttabréf vikunnar 13 ágúst ritaði Þorsteinn Þorvaldsson.
Fréttabréf vikunnar 27 ágúst ritaði Ásgeir H Bjarnason.
Kvæði kvöldsins las Guðmundur Ó Garðarsson Komum tínum berin blá eftir, Guðmund Guðmundsson.
Orðið gefið laust í fundarlok, Jóhannes tók til máls og var ný búinn að horfa á landsleik með stelpunum okkar og fór með vísu að því tilefni.
Eitt hef ég skoðað og oftlega kannað
Að ofmeta lið þýðir steik.
Að styðja við bakið á stelpunum okkar
Er stranglega bannað fyrir leik.
Guðmundur tók til máls og fór yfir tryggingarmál klúbbsins.
Næsti fundur verður á Höllinni 3. september og er fundurinn í höndum Klúbbnefndar.
Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 20.30
Magnús G Ólafsson.