4 fundur ársins
4. fundur ársins eða sá 2.676 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 13. ágúst.
4. fundur ársins eða sá 2.676 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 13. ágúst.
Forseti Ásgeir Logi setti fund og stýrði. Ásgeir sagði frá heimsókn rótarýklúbbs Ísafjarðar og Skagafjarðar og fór yfir hugsanlega dagskrá sem við gætum boðið uppá.
Gestir fundarins voru þeir Mikael Mikaelsson sálfræðingur og bóndi á Vermundastöðum og Eyþór bóndi á Bakka. Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.
Dagskrá var í höndum þjóðmálanefndar og flutti Mikael Mikaelsson erindi kvöldsins um drauma hvernig þeir koma sem fyrirboðar hjá fólki. Fyrsti draumur Mikaels sem hann man eftir var um páskanna 1063 þegar hann var 14. ára. Fjaðurlausir fuglar, beinagrindur af fuglum flugu inn fjörðinn og bátur kom inn fjörðinn með gula flugvél í eftirdrægi. Daginn eftir skall á mikið óveður og fórst bátur frá Dalvík með fimm mönnum og barst neyðarkall frá Önnunni og Ármann kom með Önnuna í togi seinna um daginn. Mikael sagði frá draumi sem var þess valdandi að hann varð sáfræðingur. Honum dreymdi að hann væri ólétt kona og hann fæddi hann stóra Bjöllu sem hann reyndi að tala við. Mikael fletti upp náttúrufræðibók og sá að Bjallan sem var að Egipsku kyni og hvernig draumurinn hafði áhrif á líf sitt. Nokkrar umræður urðu um drauminn og efni fundarins og voru þetta líflegar og skemmtilegar umræður.
Fréttabréf vikunnar 16 júlí las Sigurpáll Gunnarsson.
Fréttabréf vikunnar 23 júlí las Svavar B Magnússon.
Fréttabréf vikunnar 20 ágúst las Ármann Þórðarson.
Næsta fréttabréf á Ásgeir Henning Bjarnason.
Fréttabréf 30 júlí til 13 ágúst verða geymd til næsta fundar.
Fréttabréf vikunnar 30 júlí ritaði Valdimar Steingrímsson.
Fréttabréf vikunnar 06 ágúst ritaði Þormóður Sigurðsson.
Fréttabréf vikunnar 13 ágúst ritaði Þorsteinn Þorvaldsson.
Kvæði kvöldsins las Óskar Þór Sigurbjörnsson, kvæðið hét Skólaljóð, eftir Kristínu Liljendal.
Orðið gefið laust í fundarlok, Svavar sagði gestum frá fréttabréfum Sem hafa verið rituð frá 1955.
Næsti fundur verður á Höllinni 27. ágúst og er frjáls fundur
Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 20.30
Magnús G Ólafsson.