3 fundur ársins
3. fundur ársins eða sá 2.675 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 13. ágúst.
3. fundur ársins eða sá 2.675 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni 13. ágúst.
Forseti Ásgeir Logi setti fund og stýrði.
Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar. Forseti mælti með því að fundurinn yrði frjáls fundur og gaf orðið laust.
Forseti sagði frá afmæli Þormóðs Sigurðssonar sem verður fimmtugur næstkomandi laugardag eða þann 15. ágúst.
Óskar tók til mál og sagði frá erindi sem hann ætlaði að vera með í vor en hefur geymt til betri tíma, en vegna fámennis ákvað hann að taka það fyrir á næsta fundi.
Ásgeir Logi sagði frá bréfi sem sent var frá Ástralíu á sama heimilisfang og hann hafði verið með fyrir 29. árum síðan, að Hlíðarvegi 15. Fólkið tengdist Rótarýklúbbum í Ástralíu en Ásgeir hafði gist hjá vinafólki þeirra 2. nætur fyrir all mörgum árum. Ásgeir Logi sagði að fólkið hafi heimsótt rótarýklúbba í Reykjavík og Akureyri og hafi síðan komið til Ólafsfjarðar og dvalið hér einn dag.
Guðmundur Ó Garðarsson sagði frá heyskap þeir frístundarbænda á Kleifunum. Dagurinn var rigningarlegur og var kallaður út aukamannskapur til að bjarga heyi í hús. Milli 30 og 40 manns mætu á svæðið og var öllum síðan gefið að borða kæsta skötu og saltfisk. Talið barst yfir í dráttarvélar og vinnutæki í kringum heyskap og urðu þó nokkrar umræður um þessi merkis tæki.
Jóhannes sagði frá merkiskonu sem klappaði bæði með höndum og fótum. Nokkrir klúbbfélagar könnuðust strax við konuna og tóku undir með Jóhannesi að þetta væri þó nokkuð merkilegur hæfileiki, þó ekki yrði hún tekin inn sem áttunda undur veraldrar.
Jóhannes sagði frá allt að 300 hundruð kílóa konu sem tók sér þrá tíma á hverjum degi til að elda og borða og hraut ógurlega og sennilega væri ekki gott að sofa nálægt henni. Jóhannes fór með vísu að þessu tilefni sem hljóðar svona.
Stúlkan var sem stærðar fjall
Standbergið og gljúfra mörg
Hún þyrfti að fá sér kræfan karl
Og kenna honum að síga í björg.
Kvæði kvöldsins var eftir Jóhannes, höfundur flutti. Kvæði fjallaði um aðgerð sem Jóhannes fór í fyrir nokkrum árum.
Fundi slitið kl 20.20 sungið í fundarlok og fjórpróf lesið.
Magnús G Ólafsson.