Fundargerðir

1 fundur ársins

1. fundur ársins eða sá 2.673 frá upphafi var haldin á höllinni 2. júlí 2009.

1. fundur ársins eða sá 2.673 frá upphafi var haldin á höllinni 2. júlí 2009.

Forseti Sigríður Munda setti fund og stýrði. Ritari Ásgeir Logi gerði grein fyrir mætingu og las fundagerð síðasta fundar.

Sigríður þakkaði fyrir síðasta starfár sem hefur verið gott og gefandi. Fimm nýir félagar gengu í klúbbinn á síðasta starfári og ferðin sem var farin til Ísafjarðar var skemmtileg og fræðandi. Það kemur í hlut nýrrar stjórnar að taka á móti Ísfirðingum á komandi starfári.

Fundurinn var stjórnarskiptarfundur og Sigríður Munda afhenti síðan Ásgeir Loga fundastjórn, sem kynnti nýjar nefndir og stjórn klúbbsins. Ný stjórn klúbbsins er skipuð þannig,

Forseti: Ásgeir Logi Ásgeirsson

Varaforseti: Þormóður Sigurðsson

Ritari: Magnús G Ólafsson

Gjaldkeri: Guðmundur Ó Garðarsson

Stallari: Valdimar Steingrímsson

Fráfarandi forseti Sigríður Munda Jónsdóttir.

Ásgeir Logi sagði frá grillfundi sem verður upp í skíðaskála þann 9 júní og er síðasti fundur fyrir frí. Ásgeir Logi bað klúbbfélaga að skrá sig á blað svo að stjórn geti gert sér grein fyrir kjötmagni fyrir næsta fund.

Dagskrá var í höndum klúbbnefndar, Ásgrímur Pálmason flutti erindið og fór yfir sögu fyrirtækja sem tengdust iðnaði hér í Ólafsfirði. Nokkrar umræður urðu um efni fundarins.

Fréttabréf vikunnar las Ingi Reyndal

Kvæði kvöldsins flutti Ingi Reyndal sólstöðuljóð eftir Jóa frá Stapa.

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 20.00, sungið í fundarlok og fjórpróf lesið

Magnús G Ólafsson