Fundargerðir

2 fundur ársins

2. fundur ársins eða sá 2.674 fundur frá upphafi var haldin í skíðaskálanum 9. júlí 2009.


2. fundur ársins eða sá 2.674 fundur frá upphafi var haldin í skíðaskálanum 9. júlí 2009.

Fundurinn var grillfundur og mættu klúbbfélagar í skíðaskálann þar sem Ásgrímur Pálmason tók á móti þeim með ilmandi kjötlykt af svína og lambakjöti. Klúbbfélagar tóku vel til matar síns og var þetta einstaklega vel heppnaður matur. Spurning hvor logsuðunámið hans Ása gæti hugsanlega tengst þessum dýrindis mat.

Eftir veisluna setti forseti Ásgeir Logi Ásgeirsson fund og stýrði.

Fundurinn var frjáls fundur og tóku klúbbfélagar og gestir lagið við undirleik þeirra Valdimar Steingrímssonar og Magnús G Ólafssonar.

Vel var látið að spilamennsku þeirra félaga sem æft hafa nótt sem nýtan dag. Þeir félagar lofa að vera komnir með trommara fyrir næsta grillfund.

Fréttabréfið las Sigríður Munda

Kvæði kvöldsins var eftir Inga Reyndal Rotary sem höfundur flutti sjálfur en kvæðið var sérstaklega samið fyrir fundinn.

Ásgeir Logi fór yfir skipulagningu á fréttabréfi í Júlí og ágúst á meðan frífundir eru.

Fyrsti fundur eftir frí verður á Höllinni þann 13. ágúst

Orðið var gefið laust í fundarlok.

Fleira var ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 20.35, sungið í fundarlok og fjórpróf lesið

Magnús G Ólafsson